Dómur varðandi Nýtt og gamalt skip
Héraðsdómarinn tók þá afstöðu að líta fram hjá því að Samgöngustofa hefur ekki stuðs við skipasmíðaskírteini skipsins, og ekki fengið nein gögn frá Mexíkóska sendiráðinu í London til þess að byggja ákvarðanir sínar á. Framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar mætti alla leiðina frá Mexíkó fyrir dóminn, staðfesti skipasmíðaskírteinið og rakti smíðina með myndum af byggingu skipsins í tímaröð. Sendiráðstarfsmaður sendiráðs Mexíkó í London var hinsvegar tvísaga um hvenær smíði skipsins hófst, en það þótti dómaranum léttvægt. Héraðsdómur mat það svo að Samgöngustofa þyrfti ekki að leiðrétta skráningu á Ameliu Rose, þó svo og að yfirlýsing sendiráðs Mexiko í London byggir ekki á neinum gögnum. Að sjálfssögðu hefur máliðnu verið vísað áfram til Landsréttar, sem hefur samþykkt taka málið fyrir.