Mismunun Samgöngustofu, varðandi fyrirtæki í siglingatengdri ferðaþjónustu varðandi innisæti, að vetrarlagi.
Farþegaleyfi Ameliu Rose var minnkað úr 75 í 51 yfir vetrartímann, þ.e. frá 1 nóvember til 31.mars . Ástæða þessarar skerðingar var sagður skortur á innisætum. Seatrips lét fjölga innisætaum úr 51 í 106, framkvæmdir sem kostaði 13 milljónir króna. Þessi krafa Samgöngustofa um innisæti virðist ekki gilda um nein önnur fyrirtæki í greininni. Margt bendir til þess að annað skip fyrirtækisins muni fá skerðingu fyrir komandi haust.
Fyrirtækið hefur sent Samgöngustofu fyrirspurn um hvort þessar kröfur um fjölda innisæta gildi fyrir öll fyrirtæki í greininni, þá er því játað að önnur fyrirtæki hafa ekki þurft að uppfylla þessi skilyrði, en úr því verði bætt. Nú fjórum árum síðar, hafa engar breytingar orðið hvað varðar farþegaleyfi þeirra skipa.
Samt gefur Samgöngustofa út að leitast sé við að láta jafnfræði gilda milli fyrirtæka í greininni.