Takmarkað farsvið án lagastoðar
Samgöngustofa hefur afmarkað sérstakt hafsvæði fyrir Amelíu Rose , sem markast m.a. af línu milli Engeyjar og Viðeyjar, þar sem Amelía Rose verður að halda sig séu farþegar fleiri en 12 talsins. Þessi takmörkun á sér ekki lagastoð. Þrátt fyrir það hefur Samgöngustofa ekki breytt útgefnu leyfi.