fbpx

Ósk um leiðréttingu á rangri skráningu hjá SGS

Skipið Amelia Rose er flutt til Íslands frá Mexiko 2014 af þáverandi eigendum og skráð hjá Samgöngustofu sem nýtt skip.

Í desember 2016 keypti Seatrips ehf skipið og fór í allsherjar endurbætur á skipinu. Þá kom í ljós að skipið er smíðað eftir reglugerð sem var í gildi til 1. Janúar 2001. Í framhaldi var haft samband við skipasmíðastöðina í Mexíkó sem þá upplýsti að kjölur hafði verið lagður 1999 og er því smíðað eftir gömlu reglugerðinni sem þá var í gildi. Í framhaldi var haft samband við Samgöngustofu þar sem skipið er rangt skráð og óskað eftir leiðréttingu í samræmi við skipasmiðaskírteini skipsins,   sem almennt er miðað við innflutning á skipum, en var ekki gert í þessu tilfelli við innflutning Amelíu Rose 2014. Innflytjandi skipsins framvísaði ekki skipasmíðaskírteini skipsins og Samgöngustofa óskaði ekki eftir skírteininu. Því var skipið rangt skráð.

Skipasmíðaskírteini er ávallt gefið út af skipasmíðastöð viðkomandi skips og er m.a. staðfesting á hvenær kjölur er lagður á skipi, sem á að miða við hvenær skip telst vera skráð. Upphafleg skráning hjá Samgöngustofu er 2003 er röng því þá er tekin við ný reglugerð sem er er breytt frá þeirri reglugerð sem var í gildi  þegar smíði skipsins hófst. Með þessari skráningu takmarkast mjög notkun á skipinu, m.a. varðandi farþegafjölda.

Í desember 2017  óskaði Seatrips eftir að skráning skipsins sé leiðrétt, með tilvísun við skipasmíðaskírteini skipsins útgefnu frá skipasmíðastöðinni í Mexíkó. Samgöngustofu varð ekki við þessari beiðni. Samgöngustofa hefur þó áður leiðrétt skráningu skips út frá samskonar gögnum sem voru lögð fram í tilfelli Ameliu Rose, þ.e. útgefnu skipasmíðaskírteini.

Þar sem Samgöngustofa leiðrétti ekki skráningu Ameliu Rose þurfti Seatrips að óska eftir leiðréttingu frá Samgönguráðuneytinu, síðar Innviðaráðuneytinu.

Áfram var reynt að fá Samgöngustofu til þess að breyta afstöðu sinni. Þeim hafði verið gefin upp sími og netfang skipasmíðastöðvarinnar en Samgöngustofa leitað aldrei eftir upplýsingum frá skipasmíðastöðinni.

Um mitt ár 2021 fer Samgöngustofa að leita eftir upplýsingum um hvenær kjölur hafði verið lagður á Amelíu Rose, en í stað þess að leita eftir skipasmíðaskírteininu frá skipasmíðastöðinni, leitar Samgöngustofa eftir staðfestingu frá sendiráði Mexíkó í London. Sendiráðstarfsmaðurinn gefur fyrst út að kjölur á skipinu hafi verið lagður 1 júní 2003, en breytir því síðan til  1 janúar 2003. Sendiráðið leggur fram engin gögn til þess að staðfesta þetta, t.d. eins og skipasmíðaskírteini. Slík skírteini eru jú aðeins gefin út af framleiðanda skipa. Hvor dagsetningin sem er samrýmist ekki upplýsingum frá skipasmíðastöð skipsins, og stenst heldur ekki mat íslenskra skipaverkfræðistofa sem telur byggingu skipsins taka mun lengri tíma. Samkvæmt skipasmíðaskírteini skipasmíðastöðvarinnar hófs bygging skipsins í júní 1999 og lauk með haffærisskírteini í júní 2003.   

 

Ósk um leiðréttingu á rangri skráningu hjá SGS

Amelia Rose í smiðum frá 1999 til 2003.

cookies

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website.

Saturday, December 21, 2024

Northern Lights Cruise at
21:00 – ON

Saturday, December 21, 2024

Northern Lights Cruise at
21:00 – ON