Mismunun á milli ferðaþjónustuaðila í siglingatengdri ferðaþjónustu varðandi farsvið skipa.
Sea Trips hefur óskað eftir undanþágu á að sigla á sama farsviði og önnur skip í útsýnissiglingum í Faxaflóa. Því hefur Samgöngustofa alfarið hafnað á þeim forsendum að engin farþegaskip á Íslandi fái undanþágu til slíkra og vísa til ESB/ESS samnings. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að Samgöngustofa hefur veitt stórum hluta þeirra skipa sem eru í útsýnissiglingum undanþágu. Við nánari skoðun virðist sem ákveðnir starfsmenn Samgöngustofu hafi búið til undanþágu fyrir ákveðin skip án þess að slíkt fari fyrir undanþágunefnd eða samþykki ráðherra.
Þessi mismunun Samgöngustofu skerðir samkeppnishæfi í greininni.